Flugslys við Flúðir - þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út

Laugardagur 1. apríl 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 16:15 í dag eftir stjórnstöð barst beiðni um aðstoð hennar eftir að flugslys varð skammt frá Flúðum. Var þyrlan lent á slysstaðnum um klukkustund eftir að útkallið barst. Voru þrír slasaðir fluttir um borð í þyrluna sem lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 17:50.