Torkennilegt ljós sást á Breiðafirði, varðskip og björgunarsveitir tóku þátt í leit

  • tyr-a-fullu

Sunnudagur 4. apríl 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:46 aðfaranótt laugardags tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey á Breiðafirði. Samkvæmt fjareftirlitskerfum voru engir bátar á svæðinu, kallað var út á rás 16 og 9 en enginn bátur svarar. Um hálftíma síðar sást ljósið ennþá, var þá ákveðið að kalla út björgunarbátinn á Rifi til að kanna málið. Varðskipið Týr var statt á Breiðafirði og hélt þegar af stað til leitar. . Björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi fóru í að athuga hvort einhverja báta vantaði o.s.frv. Varðskipið sigldi um nóttina og fram á morgunn um svæðið suður og suð-vestur af Flatey án þess að nokkurs óeðlilegs yrði vart. Ekki var vitað um neinar skipaferðir á svæðinu á umræddum tíma og heldur ekki um mannaferðir í eyjum. Leit var hætt kl. 0640. Talið er líklegt að um villuljós úr landi hafi verið að ræða.

Mynd Jón Kr. Friðgeirsson