Bátur vélarvana í grennd við Garðskagavita

  • TYR_Akureyri44

Miðvikudagur 21. apríl 2010

Landhelgisgæslunni barst kl 08:40 aðstoðarbeiðni frá Steina GK, 5,8 brúttólesta handfærabát með einn mann um borð sem var vélarvana í grennd við Garðskagavita. Rak bátinn hratt í átt að Garðskagaflös, var hann staddur 0,3 sjómílur frá skerjunum.

Kölluðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samstundis eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta á rás 16, haft var samband við við varðskip Landhelgisgæslunnar, einnig voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Keflavík, ásamt björgunarsveitum kölluð út.

Varðskip Landhelgisgæslunnar var statt skammt frá staðnum og tilkynntu þeir kl. 08:47 að þeir muni senda léttabát varðskipsins til aðstoðar. Tíu mínútum síðar var báturinn kominn í tog. Voru þá allar aðgerðir afturkallaðar.

Varðskipið er nú á leið með bátinn í togi til Keflavíkur, má með sanni segja að þeir voru staddir á réttum stað á réttum tíma þegar útkallið barst.