Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar staðsettar sem stendur á Akureyri

  • Sif_Lif_Gna2_BaldurSveinsson

Föstudagur 23. apríl 2010

Í Samhæfingarstöð almannavarna er náið fylgst með framvindu eldgossins á Eyjafjallajökli og reglulegir stöðufundir haldnir með þeim fjölmörgu stofnunum og fyrirtækjum sem koma að málum.

Af öryggisástæðum voru flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF og þyrlan TF-GNA fluttar til Akureyrar þar sem í ljósi spár um gjóskudreifingu fyrir daginn í dag, föstudaginn 23. apríl, má búist við að loftrýmið umhverfis Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllur lokist fyrir blindflugsumferð í ákveðinn tíma, nær lokunin upp í 20 þúsund feta hæð sem eru rúmir 6 km. Um kl. 11:30 verður farið yfir stöðuna með flugmálayfirvöldum, Landhelgisgæslu Íslands og Veðurstofu Íslands þar sem reynt verður að spá fyrir um millilanda og innanlandsflug næstu daga.

TF-SIF flaug yfir gosstöðvarnar í morgun á leið til Akureyrar og hafa ratsjármyndir verið sendar Veðurstofu og Raunvísindastofnun til upplýsinga.

23042010Hraun

Hraunfjöll hlaðast upp umhverfis gosstöðina í Eyjafjallajökli.

23042010Got

Götin í Gígjökli virðast enn vera að stækka, þ.e. sírennsli úr jöklinum

©Radarimages Icelandic Coastguard.

© TF-SIF/TF-GNA/TF-LIF  Baldur Sveinsson