Bátur á Breiðafirði dreginn til hafnar

Þriðjudagur 22. júní 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 07:51 í morgun beiðni um aðstoð frá fiskibát að grásleppuveiðum við Blikasker á Breiðafirði. Engin hætta var á ferðum, var báturinn stjórnvana og óskaði eftir aðstoð við að komast í land. Haft var samband við björgunarsveitina Berserki í Stykkishólmi gegnum bakvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.   Fóru þeir og sóttu bátinn, var hann kominn í tog og á landleið kl. 08:48. Komið var til hafnar í Stykkishólmi kl. 09:27.