Þyrla sækir slasaða á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp

  • GNA_BaldurSveins

Miðvikudagur 22. júní 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:00 með konu sem slasaðist í bílslysi á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp um hádegið.

Landhelgisgæslunni barst kl 12:09 beiðni frá lögreglunni á Ísafirði og lækni á Hólmavík, um aðstoð þyrlu en tveir farþegar voru í bílnum þegar slysið varð. TF-GNÁ fór í loftið kl. 12:50, lent var á fótboltavelli vestan við Dalbæ á Snæfjallaströnd kl 13:51. Var hin slasaða þá flutt um borð í þyrluna og var farið að nýju í loftið kl. 14:04. Lent var við Landspítalann eins og fyrr segir kl. 15:00.

Mynd Baldur Sveinsson.