Þyrla kölluð út eftir sprengingu á Grundartanga

  • Gna

Þriðjudagur 29. júní 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 1935 beiðni í gegn um Neyðarlínuna 112 um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga.Sprenging varð í verksmiðjunni var einn maður alvarlega slasaður.

TF-GNA fór í loftið tuttugu mínútum síðar eða kl. 19:55 og var lent við Járnblendiverksmiðjuna kl. 20:05. Eftir að hlúð hafði verið að manninum var hann fluttur um borð í TF-GNA. Lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:44.