TF-EIR skilað til leigusala

  • 06062010EIRSkorradalsvatn2
  • Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007

Miðvikudagur 30. júní 2010

Síðdegis í gær tók þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, á loft frá Reykjavíkurflugvelli og flaug til Bretlands þar sem henni verður skilað til leigusala en framlengdur leigusamningur þyrlunnar rann nýverið út. Þyrlan var tekin á leigu til árið 2007 en hún er í eigu CHC Helikopter Service.

Mun Landhelgisgæslan því um sinn aðeins hafa eina þyrlu til taks, Aerospatiale Super Puma þyrluna TF-GNA þar sem hin Super Puma þyrlan, TF-LÍF er í ýtarlegri skoðun sem gert er ráð fyrir að ljúki í næstu viku.

TF-EIR er af tegundinni Aerospatiale Dauphin AS-365 N2 eða sömu tegundar og TF-SIF sem hlekktist á við björgunaræfingu í júlí 2007. Landhelgisgæslan hafði góða reynslu af þyrlunni TF-SIF sem var af gerðinni Daulphin. Var því ákveðið að leigja þyrlu sömu tegundar en þó til bráðabirgða þar sem EIR var ekki fullbúin til nota við sjúkraflutninga, leitar og björgunarverkefni. Við komu hafði þyrlan að baki marga flugtíma og hefur hún í gegnum tíðina verið mjög bilanagjörn, sem ekki þekktist með þyrluna SIF.


Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007

Eir í æfingu með varðskipinu Ægi.
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson