TF-SIF komin frá Grikklandi

Föstudagur 2. júlí 2010

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kom til Reykjavíkur í gær frá Grikklandi en þar hefur flugvélin verið frá 1. júní við landamæraeftirlit á Eyjahafi fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

SIF_Perlan
TF-SIF.

Að sögn áhafnar hefur verkefnið gengið mjög vel enda er TF-SIF búin fullkomnum tækjabúnaði sem nýtist afar vel við eftirlits-, leitar- og björgunarverkefni. Búnaðurinn samanstendur m.a. af 360 gráðu radar eða eftirlitsratsjá sem er með mikla greiningarhæfni og getur kortlagt yfirborð sjávar eða lands. Framan á vélinni er hitamyndavél sem skynjar hitamun upp á 0,1-2 gráður eða allt í umhverfinu sem sýnir hitamun. Hægt er að vera í 20 þúsund fetum við eftirlit að nóttu sem degi óháð veðri.

Hita_og_Day_light_myndavel_EO
Hitamyndavélin

Þrjár myndavélar sameinast í hitamyndavélinni, tvær mjög ljósnæmar „daylight“ sjónvarpsmyndavélar og ein hitamyndavél. Einnig er vélin búin „Side looking airborn radar (SLAR) sem er aðallega notaður til mengunareftirlits og ískönnunar. Hann býður jafnframt upp á notkunarmöguleika á landi. Í áhöfn vélarinnar eru fjórir, tveir flugmenn og tveir stýrimenn. Að auki er aðstaða fyrir tvo útkíkksmenn. Í vélinni eru sæti fyrir 12-14 farþega einnig er hægt að flytja 2-3 sjúklinga á börum.

Nánar um TF-SIF