Mikil sjósókn í dag
Mánudagur 12. júlí 2010
Í morgun kl. 10:00 voru samtals 995 skip og bátar í fjareftirliti hjá Landhelgisgæslu Íslands/vaktstöð siglinga. Gera má ráð fyrir að margir séu að strandveiðum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu verða strandveiðar stöðvaðar á svæðum A og D, sem ná frá Hornafirði að Súðavík, frá og með þriðjudeginum 13. júlí.
Fiskistofa hefur gefið út 710 leyfi til strandveiða á þessu ári en 690 bátar hafa samtals landað 7936 sinnum frá því að strandveiðar hófust þann 10. maí. Heildarafli strandveiðanna í júní var rúm 2.173 tonn en samtals er nú búið að veiða 4.214 tonn af þeim 6.000 tonnum sem leyft verður að veiða í sumar.