Ægir kemur að ólíkum björgunum á Miðjarðarhafi

15. ágúst 2010

Undanfarnar vikur hefur varðskipið Ægir verið við eftirlit á vegum Frontex í Miðjarðarhafi þar sem varðskipið hefur komið að „björgun“ flóttafólks af bátum sem fóru frá Alsír og Morocco með stefnuna á Spán.

Einnig hafa komið upp skemmtileg atvik eins og þegar siglt var fram á skjaldböku af stærri gerðinni í sem átti í augljósum vandræðum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að skjaldbaka þessi var bæði með kút og kork. Þar sem skjaldbökur eru vel syndar þá var ákveðið að kanna þetta mál. Bátur var sjósettur frá skipinu og haldið til hennar. Í ljós kom að þetta var ekki með vitund og vilja skjaldbökunar. Hún hafði flækt sig í þessu einhverstaðar með þeim afleiðingum að hún gat ekki kafað.

Hún vildi svo sem ekkert við bátsverja ræða en einlægur ásetningur björgunarmanna var vilja hennar yfirsterkari og var þessi aukabúnaður fjarlægður af henni. Hún varð frelsinu fegin og kafaði með það sama, eitthvað sem henni greinilega hafði ekki tekist nokkuð lengi. Ekki var að sjá að snærið hafi sært hana. Er því óhætt að segja að margt framandlegt hefur orðið á vegi Ægis miðað við heimaslóðir. En verkefnið hefur gengið vel og áhöfnin safnað í reynslubankann.

AegirIMGP4643a
Varðskipið Ægir við eftirlit í Miðjarðarhafi

IMGP6434
Komið að skjaldbökunni

IMGP6437
Hér má sjá höfuð hennar og hvernig hún dregur þetta drasl á eftir sér.

IMGP6441
Skjaldbakan reynir áranguslausa köfun.

IMGP6445
Búið að húkka í færið, sjá má skjaldbökuna fyrir neðan brúsana.

IMGP6449
Skjaldbakan komin á síðuna á bátnum.

IMGP6450
Unnið að losun þessa aðskotahlutar.

IMGP6451
Skjaldbakan kafar frelsinu fegin.