Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út v/ferjuflugvélar

  • NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Þriðjudagur 28. september 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:02 tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni um 1 hreyfils flugvél um 130sml VNV af Keflavík, sem átti í erfiðleikum. Var flugvélin orðin eldsneytislítil og hafði lent í ísingu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í viðbragðsstöðu auk þess sem haft var samband við skip á svæðinu og þau beðin um að vera í viðbragðsstöðu.

Þegar ljóst var að flugvélin myndi varla ná inn til Keflavíkur var þyrlan sett í forgangsútkall og 2 björgunarbátar Slysavarnarfélagsins voru kallaðir út auk þess sem 2 togarar og varðskip vour send af stað. TFLIF fór í loftið kl. 01:02 og var komin að vélinni kl. 01:19 og fylgdi henn inn til Keflavíkur þar sem litla vélin lenti kl. 01:33. Var um að ræða litla ferjuvél, N96VF sem var á leiðinni frá Sonderstrom á Grænlandi til Íslands.