Námskeið og björgunaræfing um borð í varðskipinu TÝR

Föstudagur 29. október 2010

Æfing í flutningi slasaðra var nýverið haldin fyrir áhöfn varðskipsins Týs í framhaldi af skyndihjálparnámskeiði varðskipsmanna. Umsjón með og skipulagning námskeiðisins var í höndum Marvins Ingólfssonar sjúkraflutningamanns með meiru frá Landhelgisgæslunni og Ólafs Sigurþórssonar bráðatæknis frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

Á námskeiðinu var m.a. æfður flutningur á slösuðum og farið í gegnum notkun hryggspjalds, KED vestis, hálskraga og fl. Að loknu námskeiðinu var haldin viðamikil björgunaræfing þar sem varðskipsmenn fóru um borð í togarann Sónar í Hafnarfjarðarhöfn þar sem sóttir voru tveir slasaðir og þeir fluttir um borð í varðskipið.

Þegar hlúð er að slösuðum um borð í skipum og þeir undirbúnir fyrir flutning eru aðstæður alltaf mjög erfiðar. Oft á tíðum þröngt þegar slasaðir eru fluttir frá t.d. vélarrúmi, vinnsludekki, ekki bætir fyrir þegar veður er vont og slæmt til sjós. Mjög mikilvægt er að æfa reglulega réttu handbrögðin.


Mikið og gott samstarf hefur verið í gegn um tíðina milli Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Er þjálfun sem þessi einn þáttur í starfi áhafna varðskipanna. Að geta brugðist við þegar mikið liggur við og sótt sjúklinga um borð í skip og flutt þá í sjúkrastofu varðskipsins.

Myndir áhöfn v/s TÝR

SkyndihjalpOktPA260025
Mynd 1. Æfð notkun á svokölluðu KED vesti.

SkyndihjalpOktPA260024
Mynd 2. Æfð notkun á svokölluðu KED vesti.

SkyndihjalpOktPA260036
Mynd 3. Varðskipsmenn vinna við að koma slösuðum einstaklingum frá Sonar
yfir i varðskipið við mjög erfiðar aðstæður.

SkyndihjalpOktPA260050
Mynd 4. Varðskipsmenn koma slösuðum einstaklingi frá Sonar yfir i varðskipið

SkyndihjalpOktPA260069
Mynd 5. Varðskipsmenn koma slösuðum einstaklingi frá Sonar yfir i varðskipið

SkyndihjalpOktPA260079
Mynd 6 Slasaður einstaklingur fluttur frá togaranum
um borð í léttabát varðskipsins.