Landhelgisgæslan flýgur yfir Grímsvötn. Engin merki um eldsumbrot.
Miðvikudagur 3. nóvember 2010
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í könnunarflug í dag yfir Grímsvötn, Skeiðarárjökul og Skeiðarársand, með sérfræðinga á sviði jarðvísinda og vatnamælinga. Voru aðstæður á svæðinu kannaðar og gögnum safnað með m.a. ratsjár- og hitamyndum.
Engin merki um eldsumbrot sáust í fluginu en ís virtist hafa hrunið niður í einum sigkatli við Grímsfjall. Með búnaði flugvélarinnar var svæðið kortlagt og í framhaldinu verður hægt að sjá breytingar ef einhverjar verða á jöklinum og svæðinu umhverfis.
Myndir Árna Sæberg úr fluginu.
Vilhjálmur Óli Valsson, stýrimaður skoðar gögn úr radarbúnaði ásamt
Eyjólfi Magnússyni frá Jarðvísindastofnun.
Þórdís Högnadóttir og Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun skoða
aðstæður. Friðrik Höskuldsson stýrimaður, fylgist grannt með.
Flogið yfir Skeiðarársand.
Flogið yfir Gígju
Grímsvötn, engin merki um eldsumbrot
Grímsvötn