Yfirmaður herafla NATO heimsækir Landhelgisgæsluna

  • Stradiviris_MG_9917

Föstudagur 5. nóvember 2010

Yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, SACEUR James Stavridis, flotaforingi kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar þar sem Georg Kr. Lárusson, forstjóri tók á móti honum ásamt samstarfsmönnum. Í heimsókninni voru rædd öryggis-, eftirlits- og björgunarmál á Norður-Atlantshafi, starfsemi Landhelgisgæslunnar auk tengdra verkefna. Kom Stravridis til Landhelgisgæslunnar að loknum fundi sínum með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hélt hann frá Landhelgisgæslunni á fund utanríkisráðherra.


Stavridis_MG_9839
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar heilsar
SACEUR James Stavridis, flotaforingja

Stavridis_MG_9846
Stavridis heilsar Ásgrími L. Ásgrímssyni, yfirmanni stjórnstöðvar
Landhelgisgæslunnar


Í heimsókninni var rædd nauðsyn samvinnu Landhelgisgæslunnar við bandalagsþjóðirnar, ekki síst með tilliti til opnunar siglingaleiða þegar íshellan á Norður-Íshafinu hopar enn frekar. Landhelgisgæsla Íslands fer með yfirstjórn leitar- og björgunarmála á hafsvæðinu umhverfis Ísland og er samvinna við bandalagsþjóðir beggja vegna Norður Atlantshafsins afar mikilvæg með tilliti til öryggis-, eftirlits- og björgunarmála enda eru auknar siglingar um björgunarsvæðið fyrirsjáanlegar í náinni framtíð. Leitar- og björgunarsvæðið sem Landhelgisgæslan er ábyrgt fyrir er samtals 1.9 milljónir ferkílómetra eða meira en tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan.

Stavridis_MG_9922

Frá fundi Stavridis með Landhelgisgæslunni.

Að sögn Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Landhelgisgæslunnar var fundur hans með Stavridis, flotaforingja ánægjulegur. Mikilvægt er að byggja upp persónuleg tengst þeirra aðila sem koma að öryggis-, eftirlits- og björgunarmálum á Norður Atlantshafi. Landhelgisgæslan hefur með höndum stjórnun aðgerða þegar kemur að viðameiri verkefnum á hafinu og er greining og miðlun upplýsinga milli þjóða nauðsynleg í frekari áætlanagerð og viðbragðsáætlununum.

Stavridis_MG_9876
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sýnir Stavritis
mælingar sjómælingaskipsins Baldurs af svæðinu umhverfis Surtsey.

Landhelgisgæslan og bandalagsþjóðir NATO hafa um árabil átt í góðu samstarfi, má þar m.a. nefna aðstoð sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar við þjóðir sem sinna loftrýmisgæslu auk þess sem árlega er haldin hér á landi fjölþjóðleg æfing, Northern Challenge, með styrk frá bandalagsþjóðum.Æfingin er mikilvægur þáttur í þjálfun sprengjusérfræðinga en þátttakendur hennar eru oft á tíðum teymi á leið til friðargæslu.

SRR_ICG
Leitar- og björgunarsvæðið, innan rauðu línunnar, nær yfir um 1,9 milljónir
ferkílómetra sem er meira en tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan.