Hafís hefur fjarlægst landið
Í dag var farið í eftirlits- og hafískönnun undan Vestfjörðum með flugvél
Landhelgisgæslunnar. Slæmt veður var á svæðinu og ekkert skyggni. Á ratsjá
TF-Sifjar kom í sást að ísinn virðist hafa rekið frá landi, er nú um 48
mílur vestur af Barða og Straumnesi en þegar flogið var yfir svæðið með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á fimmtudag var ísspöngin staðsett 38 sjómílur frá Barða. Í
dag sást einnig einn borgarísjaki á siglingarleiðinni í utanverðum Húnaflóa eða
á stað: 66°26.N 022°20.0W og annar ísjaki er líklega landfastur undan Hælavíkurbjargi á stað: 66°26.N 022°20.0W.