Jólasamkoma í flugskýli LHG

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar áttu í gær saman hátíðlega jólastund í flugskýli
Gæslunnar við Nauthólsvík. Var jólasamkoman afar vel sótt en einnig var var
starfsmönnum Varnarmálastofnunar boðið að taka þátt en eins og fram hefur komið
í fjölmiðlum hefur verið ákveðið að starfsmenn og tiltekin verkefni
Varnarmálastofnunar flytjist til Landhelgisgæslunnar, hið minnsta tímabundið,
þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Georg Kr. Lárusson, forstjóri bauð þau
sérstaklega velkomin í hópinn. Einnig sagði Georg frá frá viðurkenningu sem
Landhelgisgæslan hlaut í vikunni,  frá Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins  fyrir framúrskarandi árangur í verkefnum á þeirra vegum. Að loknu erindi Georgs las Hreinn Vídalín, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar,  upp úr jólaguðspjallinu. Boðið var upp á heimilislegar veitingar sem framreiddar voru af  Viðari Gíslasyni bryta á varðskipinu Ægi með aðstoð starfsmanna flugtæknideildar og jólalög voru leikin af Skólahljómsveit Austurbæjar.