Þyrla LHG aðstoðar við leit á Suðurlandi

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:45 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra um aðstoð þyrlu við leit að manni  á Suðurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF. sem nýfarin var í  loftið í æfingu,  var kölluð inn til til leitar. Tók þyrlan eldsneyti og fór að nýju í loftið kl. 18:26.  Kl. 19:48  kom tilkynning frá lögreglunni á Selfossi um að maðurinn væri fundinn.  Var leit frá þyrlu erfið vegna lélegs skyggnis og hélt TF-LIF  til Reykjavíkur og lenti við skýli Landhelgisgæslunnar  kl. 20:19.