Þyrla í útkall 100 sml V- af Garðskaga

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi kl. Kl 21:59 til að sækja slasaðan sjómann um borð í togara sem staðsettur var um 100 sjómílur vestur af Garðsskaga. Fór þyrlan í loftið kl. 22:42 og var skipstjóri beðinn um að sigla á móti þyrlunni en slæmt veður var á svæðinu 20-25 m/sek og ölduhæð 6-10 metrar.  Var TF-LÍF komin á staðinn kl. 23:40 og voru gerðar nokkrar tilraunir til að koma sigmanni þyrlunnar um borð í togarann en varð frá að hverfa vegna ölduhæðar og veðurs. Að sögn skipstjóra er ástand skipverja stöðugt, vel er fylgst með líðan hans og verður staðan endurmetin ef þurfa þykir. Togarinn er væntanlegur til lands síðar í dag.