Kynntar niðurstöður þjóðfundar um öryggis- og neyðarþjónustu

Föstudagur 11. febrúar 2011

Í dag var 112 dagurinn haldinn hátíðlegur hjá viðbragðsaðilum víða um land og var af því tilefni komið saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð þar sem m.a. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynntu frumniðurstöður þjóðfundar um öryggis- og neyðarþjónustu sem fram fór í gær.

112Skyndihjmadur11022011
Ólafur Guðnason, skyndihjálparmaður ársins 2010

Einnig tilkynnti Rauði kross Íslands um útnefningu Skyndihjálparmanns ársins 2010, Ólafs Guðnasonar en hann sýndi hárétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann bjargaði lífi sonar síns, Ólafs Diðriks Ólafssonar eftir að þeir lentu í bílslysi á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði, fjarri byggð, í fyrrasumar. Þakkar Ólafur viðbrögð sín,  m.a. fræðslu á námskeiðum Slysavarnarskóla sjómanna en þar er ítarlega er farið í gegnum fræðslu varðandi  í skyndihjálp og björgunarmál til sjávar.

112Radherrar11022011
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra

112Irissongur11022011

Við athöfnina sungu Íris Guðmundsdóttir, fulltrúi  í þjónustuveri og lögreglukórinn.

112Lkor111022011

112Gestir11022011

Að 112 deginum koma starfsmenn öryggis- og neyðarþjónustu á landinu öllu; lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, starfsfólk heilbrigðisþjónustu, barnaverndar, Landhelgisgæslunnar, 112 og starfsfólk og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.