Landhelgisgæslan nýtur mest trausts
Fimmtudagur 17. febrúar 2011
Niðurstöður nýrrar könnunar MMR á trausti almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála leiddu í ljós að Landhelgisgæslan nýtur áberandi mests trausts meðal almennings eða 80,8%. Sjá nánar á heimasíðu MMR.
Hefur traust til Landhelgisgæslunnar aukist frá síðustu könnun MMR sem birt var í október 2010 þegar traustið mældist 77,6%.