Landhelgisgæslan hefur afskipti af allt að 5-10 smábátum á dag vegna lögskráningar

  • ec06a15ec09602e7807a14954c0ef041_medium

Föstudagur 25. febrúar 2011

Í Fiskifréttum 24. febrúar birtist grein sem fjallar um tíð afskipti Landhelgisgæslunnar af smábátum sem ekki sinna lögskráningu áhafna sem skildi. Virðist nokkuð misskilningur ríkja meðal sjómanna um fyrirkomulag lögskráninga. Annarsvegar geta menn gerst á skrifendur að vefskráningu fyrir 3000 kr. árgjald en hinsvegar geta þeir beðið Siglingastofnun um að lögskrá fyrir sig gegn 800 kr. greiðslu hverju sinni. Lögskráningabeiðni er hægt að senda frá vefsíðu SÍ.  

Birtist grein Fiskifrétta hér í heild sinni.

Hinn 1. nóvember síðastliðinn gengu í gildi reglur um að áhafnir smábáta skyldu lögskráðar eins og aðrar skipshafnir, en fram til þess tíma náðu lög um lögskráningu ekki til báta undir 20 brúttótonnum. Nokkur brögð hafa verið að því að eigendur báta af þessari stærð hafi trassað að sinna lögskráningunni. Frá því að lögin tóku gildi hefur Landhelgisgæslan haft afskipti af allt að 5-10 smábátum á sólarhring af þessum sökum.

Stjornstod4
Úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Mynd LHG

Að sögn Helga Jóhannessonar hjá Siglingastofnun Islands er búið að tengja saman útivistarskrá skipa og lögskráningarkerfið og því sér Gæslan strax hverjir eru á sjó án þess að hafa lögskráð. ,,Tilgangur lögskráningarinnar er fyrst og fremst sá að vita hverjir séu um borð, hvort menn séu með réttindi, hvort áhöfnin hafi farið á námskeið hjá Slysavarnarskóla sjómanna, hvort skipið sé fullmannað og hvort áhöfnin sé slysatryggð," segir Helgi og bætir því við að frá og með lagabreytingunni gildi sömu reglur um öll skip að þessu leyti og sama eftirlit sé haft með þeim. Lögskráning á netinu. Sú breyting hefur verið gerð að lögskráningin hefur verið fiutt frá lögskráningarstjórum vítt og breitt um landið og opnað fyrir það að menn geti lögskráð sjálfir á sín skip og báta gegnum netið en að öðrum kosti beðið Siglingastofnun um að gera það fyrir sig. Alls hafa um 1100 einstaklingar sótt um aðgang að lögskráningarkerfinu á netinu. Þess má geta að um 400 skip voru fyrir í lögskráningarkerfinu en með lagabreytingunni fjölgaði þeim um eitt þúsund. Ekki er ennþá farið að beita sektum fyrir vanrækslu á lögskráningu. Nánari upplýsingar um lögskráninguna er að finna á vef Siglingamálstofnunar (www.sigling.is).

Mynd Fiskifréttir.