Varðskipið Týr kemur með stálprammann til hafnar

  • IMG_3266

Fimmtudagur 10. mars 2011

Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar kom til Reykjavíkur kl. 18:00 í kvöld með stálpramma í togi sem Landhelgisgæslan hefur svipast eftir um nokkurt skeið. Tókst áhöfn varðskipsins að snara prammann síðdegis í gær eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF fann prammann að nýju.

Vegna veðurs og sjólags gekk illa að koma taug yfir í prammann sem lá á hvolfi í sjónum. Stafaði skipum og bátum hætta af honum en prammi sem þessi sést ekki á ratsjá. Pramminn er úr stáli og  8-10 m. að lengd og um 4 m breiður.


Prammi1

Prammi2Varðskipsmenn koma böndum í prammann
Myndir áhöfn v/s TÝR

IMG_3274
Varðskipið Týr kemur með prammann til Reykjavíkur