Varðskipið Þór dregið úr höfn í Chile

  • Thor_a_sjo2

Föstudagur 11. mars 2011

Fyrir skömmu síðan bárust fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile um að í dag, milli kl. 17:00-20:00 að íslenskum tíma, mun varðskipið Þór verða dregið út í flóann sem liggur að bænum Conception þar sem  þar sem ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Chile er staðsett. Búist er við að flóðbylgja gangi yfir svæðið um kl. 20:00 í kvöld vegna jarðskjálftans sem reið yfir Japan í morgun. Búnaður af skrifstofu starfsmenna hefur verið fluttur um borð í varðskipið og vonast er til að með því að draga skipið út í flóann sleppi skipið við skemmdir sem hugsanlega gætu orðið ef skipið væri við bryggju.

Varðskipið Þór hefur verið í smíði frá október 2007 og er afhending skipsins áætluð í Chile 31. ágúst næstkomandi.