Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á námskeiði hjá Isavia

Nýlega sóttu um 20 starfsmenn frá Landhelgisgæslunni tveggja daga námskeið hjá Isavia. Námskeiðið var haldið á grundvelli samstarfssamnings Isavia og Landhelgisgæslunnar um leitar- og björgunarþjónustu en Landhelgisgæslan starfrækir björgunarmiðstöðina JRCC Ísland fyrir sjófarendur og loftför.  

IsaviaHopur_namskeid_032011
Frá vinstri, Egill Þórðarson,  verkefnisstjóri Isavia, starfsmenn Landhelgisgæslunnar; Jón Ebbi Björnsson, Grímkell Arnljótsson, Stefán Einarsson, Einar K. Sigurgeirsson, Hreinn Vídalín Sigurgeirsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson lengst t.h. Gunnlaugur Guðmundsson, deildarstjóri þjálfunardeildar Isavia.

Á þessu námskeiði var aðaláhersla lögð á atriði sem tengjast samvinnu JRCC Ísland við flugstjórnarmiðstöðina og flugstjórnarþjónustuna almennt í tilfellum þar sem upp kemur háskaástand í flugi.  
Þá var farið yfir ýmsar tengdar flugupplýsinga, miðlun þeirra og úrvinnslu.

Egill Þórðarson, verkefnisstjóri NOTAM skrifstofu Isavia sá um skipulagningu námskeiðsins og var hann aðal kennari námskeiðsins.  Aðalvarðstjórarnir Árni Guðbrandsson, Helgi Kristinsson og Jóhann Gestur Jóhannsson tóku einnig þátt í kennslunni.