Árlegur fundur viðbragðsaðila um leit og björgun sjófarenda og loftfara

  • Lif_kemur_ad_Bruarfossi

Föstudagur 11. mars 2011

Nýverið var haldinn árlegur fundur Landhelgisgæslunnar með viðbragðsaðilum sem hlutverk hafa við leit og björgun sjófarenda og loftfara. Á fundinum var fjallað um helstu björgunaraðgerðir ársins 2010 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og loftfara. Einnig var kynnt ný reglugerð um stjórnun leitar og björgunar sjófarenda og loftfara.

wLHG_110311_JON6477
Georg kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð fundargesti velkomna og ræddi um gott samstarf Landhelgisgæslunnar við aðra viðbragðsaðila

Almenn ánægja var með fundinn sem var mjög vel sóttur af fulltrúum þeirra aðila sem hafa hlutverk við leit og björgun sjófarenda og loftfara, eru þeir m.a. ; Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Ríkislögreglustjóri, ISAVIA, lögreglustjórar landsins, Neyðarlínan, Siglingastofnun, Flugmálastjórn, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, rannsóknarnefnd flugslysa og rannsóknarnefnd sjóslysa.  Mun Landhelgisgæslan halda þessa fundi árlega héðan í frá.

wLHG_110311_JON6496
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu  lagði áherslu á mikilvægi þess að mismunandi leitar- og björgunaraðilar ynnu vel saman.wLHG_110311_JON6511
Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur Landhelgisgæslunnar kynnti nýja reglugerð um stjórnun leitar og björgunar sjófarenda og loftfara þar sem m.a. kemur fram að Landhelgisgæslan fer með yfirstjórn og ber ábyrgð á leitar- og björgunarþjónustu innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins vegna sjófarenda og loftfara.

wLHG_110311_JON6517
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/VSS fjallaði um helstu björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar árið 2010 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og loftfara.

wLHG_110311_JON6500
Thorben J. Lund, yfirstjýrimaður í flugdeild Landhelgisgæslunnar stjórnaði fundinum af miklum myndarskap.

wLHG_110311_JON6544
Þorsteinn Þorkelsson, formaður landsstjórnar björgunarsveita kynnti helstu björgunaraðgerðir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar árið 2010 vegna sjófarenda og loftfara.

wLHG_110311_JON6569
Árni Birgisson hjá flugverndarsviði Isavia kynnti vinnu við nýja flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar og breytta skilgreiningu háskastiga. Drög að áætluninni má sjá á heimasíðu almannavarnardeildar RLS.

wLHG_110311_JON6501
Létt var yfir fundargestum.

wLHG_110311_JON6479
Salurinn var þétt setinn af forsvarsmönnum viðbragðsaðila.

wLHG_110311_JON6483
wLHG_110311_JON6485

wLHG_110311_JON6489

wLHG_110311_JON6532
Boðið var upp á kaffi í bryggjusal Sjóminjasafnsins.

Myndir Jón Svavarsson.