Varðskipið Týr heimsækir Tálknafjörð

  • TYR_Akureyri44

Varðskipið Týr lagðist í vikunni að bryggju á Tálkafirði og var nemendum og kennurum grunnskólans á Tálknafirði boðið í heimsókn um borð. Vakti heimsóknin almenna lukku og fróðleik, var gestum kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar og farin kynnisferð um vistarverur varðskipsins sem kom fyrst til landsins fyrir 36 árum síðan eða þann 24. mars 1975.

IMG_7709
Gestirnir kíktu í sjúkrastofu varðskipsins

IMG_7734
Fallbyssan vekur ætíð athygli....

IMG_7748
Sjókort eru nauðsynleg, bæði pappírskort og á rafrænu formi

IMG_7771
Gaman að prófa léttabát varðskipsins

IMG_7778
Margir athyglisverðir skjáir að skoða