Ískönnunarflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar
Miðvikudagur 23. mars 2011
Í dag fór þyrla Landhelgisgæslunar í ísleiðangur og var flogið norður með Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni út af Látrabjargi og henni fylgt til norðausturs um eftirfarandi staði:
1. 65°50N 026°56V
2. 66°08N 026°26V
3. 66°16N 026°22V
4. 66°22N 025°35V
5. 66°31N 024°55V
6. 66°42N 024°26V
7. 67°03N 023°44V
8. 67°14N 023°29V
9. 67°33N 022°26V
Var ísinn 7-9/10 að þéttleika og sást greinileg nýmyndun inn á milli þar sem hann var gisnari. Ekki var að sjá stóra jaka eða borgarísjaka í jaðri ísins svo gera má ráð fyrir að hann sjáist ekki vel á ratsjá. Út frá ísröndinni sáust nokkrar ísdreifar og voru teknir staðir á þeim.
1. 65°51N 026°39V
2. 66°03N 026°18V
3. 66°10N 026°01V
4. 66°24N 025°18V
5. 66°58N 023°21V
6. 67°03N 023°24V
7. 67°33N 022°26V
Var ísröndin næst landi:
56 sml frá Látrabjargi.
38 sml frá Barða.
38 sml frá Kögri.
50 sml frá Hornbjargi.
Veður: V 10-23 hnútar léttskýjað og gott skyggni.
Myndir áhöfn TF-LÍF