Landhelgisgæslan fylgist með siglingu kajakræðara

Föstudagur 25. mars 2011

Landhelgisgæslan mun á næstu vikum fylgjast reglulega með siglingu kajakræðarans Riann Manser  sem ásamt Dan Skinstad ætlar sér að róa tveggja manna kajak í kringum Ísland en ferðin hefst á sunnudag frá Húsavík. Einnig verður hægt að fylgjast með ferðum þeirra á  Spot staðsetningasíðu og á vefsíðunni www.riaanmanser.com . Manser og Skinstad eru öryggisins vegna með fylgdarbát og verður heimildarmynd gerð um siglingu þeirra.

Samkvæmt fjölmiðlum öðlaðist Manser töluverða frægð þegar hann varð fyrstur til að hjóla hringinn í kringum Afríku en þetta 36.500 km ferðalag tók hann tvö ár. Manser varð einnig fyrstur til að róa einsamall á kajak í kringum Madagaskar, fjórðu stærstu eyju heims, og tók róðurinn um 11 mánuði.

KajakSKB134