Siglingaviðvörun send út vegna hvalhræs

  • Hvalur5

Föstudagur 25. mars 2011

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá togara um hvalhræ sem kom í veiðarfærin um 6 sml. suður af Selvogsvita. Kom hræið í trollið sem rifnaði og varð að sleppa því í sjóinn. Siglingaviðvaranir voru í kjölfarið sendar út en hræið getur verið hættulegt minni bátum. Er það um 20 metra langt, stendur upp úr sjónum og er vel sjáanlegt.  Rekur það í vestur.

Hvalur3

Hvalur4
Myndir Drangavík/Hilmar Jón Stefánsson