Útkall þyrlu eftir óhapp í Reykjadal

  • TFLIF_2009

Þriðjudagur 26. apríl 2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:35 í gær eftir að lögreglan á Selfossi óskaði eftir aðstoð hennar við að sækja mann sem slasaðist alvarlega í Reykjadal, upp af Hveragerði. Björgunarsveitin í Hveragerði var á leið á staðinn en þar sem löng gönguleið var frá slysstað var ákveðið að óska eftir bráðaflutningi með þyrlu.

Þyrluáhöfn var stödd á flugvelli og fór þyrlan í loftið kl. kl. 18:49, lent var við slysstað kl. 19:04. Var þá búið um manninn og hann fluttur yfir í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 19:14 og var lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:25.