TF-SIF í eftirliti um SV-mið og djúp

Fimmtudagur 28. apríl 2011

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlitsflug um u
m SV-mið og djúp þar sem flogið af norður um með miðlínu milli Íslands og Grænlands, þaðan til austurs og inn Eyjafjörð. Samtals voru átta erlend skip komin til veiða á Reykjaneshrygg, sex rússnesk og tvö spænsk.

Enginn hafís greindist austur af miðlínu milli Grænlands og Íslands en þó sást þéttur ís, 8-10/10 rétt innan grænlensku lögsögunnar, sjá mynd.

28042011_RADAR
Ratsjármynd sem sýnir hafísröndina langt norður í hafi.
©TF-SIF/Landhelgisgæsla Íslands