Skýrsla gefin út hjá FAO um samræmd eftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar

  • _IB_6324

Þriðjudagur 3. maí 2011

Nýlega kom út hjá FAO - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, skýrsla Gylfa Geirssonar, sérfræðings hjá Landhelgisgæslunni ; Case Study of the Icelandic Integrated System for Monitoring, Control and Surveillance .

Skýrslan útskýrir undirbúning, þróun og rekstur samræmdra eftirlitskerfa Landhelgisgæslunnar. Hvernig unnið er innan Landhelgisgæslunnar að söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga er varða öryggismál, fiskveiðar og umhverfismál. Hverjir séu möguleikar kerfisins og hvaða breytingu hafði kerfið í för með sér fyrir Ísland og samstarf við aðrar þjóðir á sviði eftirlits-, löggæslu, leitar- og björgunar. Kerfið hefur sannað gildi sitt í baráttunni við ólöglegar fiskveiðar innan íslensku efnahagslögsögunnar og á Norður Atlantshafi en einnig hefur það þótt gagnlegt við verkefni á sviði leitar og björgunar svo og í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi á hafinu.

Skýrsluna má finna á vefslóðinni; http://www.fao.org/docrep/013/i2099e/i2099e00.htm