Einstakt viðbragð og vel þjálfuð áhöfn Hafsúlunnar skipti sköpum í útkalli

  • Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008

Fimmtudagur 2. júní 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:46 aðstoðarbeiðni í gegnum Neyðarlínuna vegna manns með hjartatruflanir um borð í hvalaskoðunarskipinu Hafsúlunni sem var staðsett um 1,5 sjómílu N- af Gróttu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út auk bráðatækna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem fóru á staðinn með Höllu Jóns, harðbotna björgunarbáti Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 17:09 og var komin að bátnum um svipað leyti og Halla Jóns. Sigu stýrimaður og læknir niður í Hafsúluna og undirbjuggu sjúklinginn fyrir flutning. Var síðan flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent um kl. 17:30.

Var viðbragð allra aðila sérstaklega gott í útkallinu og liðu ekki nema 45 mínútur frá því að aðstoðarbeiðnin barst þar til sjúklingur var kominn á spítala. Einnig skipti miklu máli þrautþjálfuð áhöfn Hafsúlunnar sem kunni vel til skyndihjálpar og undirbjó manninn fyrir komu björgunaraðila.

Mynd úr myndasafni LHG