Fiskibátur strandar skammt utan Arnarstapa
Fimmtudagur 9. júní 2011
Landhelgisgæslunni barst kl. 10:23 aðstoðarbeiðni frá 6 tonna fiskibát með einn mann um borð sem við það að reka upp í kletta undan Arnarstapa í Patreksfjarðarflóa. Ekki var talin hætta á ferðum en þrjár björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kallaðar til aðstoðar og eru þær nú á leiðinni á staðinn. Ágætt veður er á svæðinu.