Þyrla kölluð út eftir bifhjólaslys á Skagatá

Þriðjudagur 12. júlí 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:50 beiðni frá Neyðarlínunni um útkall þyrlu vegna alvarlegs bifhjólaslyss sem varð nyrst á Skagatá. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var nýfarinn í loftið til æfingar, var hún kölluð inn aftur á Reykjavíkurflugvöll og þyrlulæknir kallaður út til viðbótar við áhöfnina. Einnig var ákveðið að fá neyðarblóð frá Blóðbankanum sem lögreglan sótti og flutti í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Fór TF-LÍF að nýju í loftið kl. 19:10 og lenti á vettvangi kl 20:08. Var þá hinn slasaði undirbúinn fyrir flutning með þyrlunni. Fór hún að nýju í loftið kl. 20:58 mun lenda við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvoginum (Borgó) kl 21:58.