Þyrla LHG til aðstoðar Skógræktinni í Þórsmörk
Fimmtudagur 18. ágúst 2011
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði nýverið Skógrækt ríkisins og Vini Þórsmerkur við stígaviðgerðir í Goðalandi. Stígarnir voru orðnir mjög illa farnir og farnir að valda alvarlegum jarðvegs og gróðurskemmdum á svæðinu. Nýttist verkefnið í raun báðum aðilum því þyrluáhöfnin æfði í leiðinni krókflug á þyrlu eða sling. Nánar á heimasíðu Skógræktar ríkisins.
Myndir á vef Skógræktar ríkisins: Sveinn Rúnar Traustason og Hreinn Óskarsson