Þyrla LHG kölluð út eftir bílveltu við Múlakvísl

  • LIF_borur

Mánudagur 29. ágúst 2011

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi kl. 21:16 beiðni um útkall þyrlu eftir að bíll valt við Múlakvísl. Fór TF-LÍF í loftið kl. 22:03 og flaug með ströndu að Skógum þar sem sjúkrabifreið beið með hina slösuðu. Lent var kl. 22:41 og var konan  flutt yfir í þyrluna sem fór aftur í loftið kl. 22:57. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 22:48.