Sala sjókorta sjómælingasviðs færist til Viking

Miðvikudagur 30. ágúst 2011

Sala sjókort, sem gefin eru út af sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar, færist þann 1. september yfir til Viking Life-Saving Equipment á Íslandi og hættir Raför þar með sem söluaðili sjókorta. Viking Life-Saving Equipment á Íslandi mun veita sömu þjónustu, þ.e. selja íslensk sem erlend sjókort. Starfsmenn Raförvar sem sinntu sölu sjókorta flytjast frá og með sama tíma yfir til „Viking“.

Nánari upplýsingar

Viking Life-Saving Equipment á Islandi ehf.

Íshella 7

220 Hafnarfjörður

Ísland

Sími: +354-544-2270

Fax:  +354-544-2271

www.viking-life.com  

viking-is@viking-life.com og ajo@viking-life.com

Viking