Formaður landsstjórnar Grænlands heimsækir björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð

  • Graenl_Koma_ALA

Þriðjudagur 12. september 2011

Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands, heimsótti í morgun björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og kynnti sér starfsemi viðbragðsaðila.  Ásgrímur L. Ásgrímsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kynntu fyrir  Kleist hlutverk og verkefni þeirra aðila sem koma að samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.  Einnig var gengið í gegnum vaktstofu 112, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.

Markmið heimsóknarinnar var að kynna fyrir formanni landsstjórnar Grænlands öflugt kerfi viðbragðsaðila hér á landi sem byggst hefur upp og þróast á undanförnum árum. Þá, reynslu sem fengist hefur með náttúruhamförum og áföllum síðastliðinna ára, mikilvægi áætlana og samhæfingar þeirra sem koma að málum. Einnig var komið inn á björgunarmálefni norðurslóða, leitar- og björgunarsvæði, samstarf Arctic Council og samhæfingu þjóða þegar kemur að óhöppum á norðurslóðum.

Graenl_Koma_ALA
Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands heilsar Ásgrími L. Ásgrímssyni, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og yfirmanni stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar

Graenl_LHG_Stjornstod
Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
útskýrir starfsemina sem þar fer fram

Graenl_LHG_Stjornstod_HS_JE
Kleist var mjög áhugasamur um fjölbreytt verkefni stjórnstöðvar
Landhelgisgæslunnar JRCC - Ísland.

Graenl_112
Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra
fór yfir viðbragðskerfi 112.

Graenl_SST_VR
Víðir Reynisson kynnti starfsemi samhæfingarstöðvar.

Graenl_SST_ALA2
Ásgrímur L. Ásgrímsson, kynnti hlutverk og starfsemi Landhelgisgæslunnar

Graenl_SST_SL1
Kristinn Ólafsson, kynnti starfsemi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Graenl_SST_gestir

Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands ásamt aðstoðarfólki sínu.