General Stephane Abrial, SACT kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar

  • IMG_7513-(Large)

Miðvikudagur 13. september 2011

General Stephane Abrial, Supreme Allied Commander Transformation NATO, SACT kynnti sér í dag starfsemi Landhelgisgæslunnar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón B. Guðnason yfirmaður Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Ásgrímur L. Ásgrímsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og yfirmaður stjórnstöðvar tóku á móti Abrial ásamt fulltrúum Utanríkisráðuneytisins. Kynning fór fram í húsakynnum Landhelgisgæslunnar í Keflavík.

Tilgangur heimsóknarinnar var skoða aðstöðu Landhelgisgæslunnar og ræða margvíslegt samstarf innan Atlandshafsbandalagsins. Hlutverk SACT er að meta og endurskipuleggja verkefni NATO með það að markmiði að auka enn frekar skilvirkni og samstarf bandalagsþjóðanna. Í samstarfi við Allied Command Operations kemur embættið einnig að mati á þörfum NATO, greiningu og forgangsröðun framtíðarverkefna. Kemur að menntunarmálum, innleiðingu tækni, forgangsröðun og ákvörðunum varðandi framtíðarverkefni.

1-(Large)

Þórður Bjarni Guðjónsson, utanríkisráðuneyti, General Stephane Abrial,
Supreme Allied Commander Transformation NATO, SACT ásamt
Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar.


2-(Large)
Gestir ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og utanríkisráðuneytisins