TF-LÍF tók þátt í sjóbjörgunaræfingu á Skagaströnd
Sunnudagur 18. september 2011
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF tók í gær þátt í æfingu með sjóbjörgunarsveitum víða af landinu sem haldin var á Skagaströnd. Meðal annars var farið í leitarverkefni á sjó og æfðar hífingar með hraðbátum þar sem sigmanni var slakað og hann hífður í báta á ferð. Æfingin þótti takast vel en það voru Björgunarsveitirnar Strönd á Skagaströnd og Húnar á Hvammstanga sem undirbjuggu hana og stýrðu verkefnunum. Að lokinni æfingu var boðið í grillveislu í félagsheimilinu á Skagaströnd og var þyrlan til sýnis fyrir áhugasama.