ÞÓR siglir úr höfn í Chile - sjö þúsund sjómílna sigling framundan

  • THOR8

Miðvikudagur 28. september 2011

Varðskipið ÞÓR sigldi í dag kl. 16:29 að íslenskum tíma, úr höfn  Asmar skipasmíðastöðvar sjóhersins í Chile þar sem skipið hefur verið í smíðum frá árinu 2007. Framundan er sjö þúsund sjómílna sigling (um fjórtán þúsund kílómetrar) til Íslands. Áætlað er að varðskipið verði í Panamaskurði að morgni 6. október. Verður þá siglt til Boston og Halifax áður en siglt verður yfir Norður Atlantshafið til Íslands. Áætlað er að ÞÓR komi til Reykjavíkur 27. október nk.

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti skipinu sl. föstudag í ASMAR skipasmíðastöðinni ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu. Sjá frétt um afhendinguna hér.

Myndir áhöfn ÞÓR.

Chile-2-104

Íslenski fáninn komin á sinn stað í fyrsta sinn. Myndir áhöfn ÞÓR.


THOR8

ÞORbru230911IMG_0793
Brúin

ÞORbru2IMG_0796