Áhöfn björgunarþyrlunnar Sifjar sótti slasaða vélsleðakonu á Langjökul

Sunnudagur 19. mars 2006. 


Vaktstöð siglinga / stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk boð í gegnum Neyðarlínuna um kl. 17:08 um að kona hefði slasast á vélsleða á Langjökli.  Áhöfn, Sifjar, björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út.


Þyrlan fór í loftið kl. 17:35.  Það tók talsverðan tíma að finna fólkið sem kallaði eftir aðstoðinni enda var skyggni lélegt.  Þyrlan lenti á jöklinum um kl. 19 og nokkrum mínútum síðar var slasaða konan komin um borð í þyrluna. Lent var við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 19:38.

Meiðsli konunnar voru mun minni en upphaflega var talið og fékk hún að fara heim að lokinni skoðun á spítalanum.

 

Dagmar Sigurðardóttir

lögfræðingur/upplýsingaftr.