DSACEUR,  Shirreff heimsækir Landhelgisgæsluna

  • Thor_Helguvik

10. nóvember 2011

Landhelgisgæslan fékk í morgun heimsókn Deputy Supreme Allied Commander Europe (DSACEUR), General Sir Richard Shirreff  hjá Atlantshafsbandalaginu – NATO. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur L. Ásgrímsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar og Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri kynntu fyrir honum starfsemi Landhelgisgæslunnar og voru heimsóttar starfsstöðvarnar í Reykjavík og á öryggissvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þ.a.m. stjórnstöð fyrir ratsjáreftirlit (CRC).

Auk þess var farið um borð í varðskipið Þór sem í morgun var staðsett í Helguvík. Með í heimsókninni var einnig fulltrúi Utanríkisráðuneytisins, Þórður Yngvi Guðmundsson.

Mynd af Þór í Helguvík © Emil Páll

Myndir frá fundinum © Áhöfn v/s ÞÓR

helguvik-001
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar kemur um borð

helguvik-002
Þórður Yngvi Guðmundsson frá Utanríkisráðuneytinu með Sigurði Steinari
Ketilssyni skipherra

helguvik-005

helguvik-009
helguvik-007
helguvik-036
Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG, Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra v/s ÞÓR og General Sir Richard Shirreff

helguvik-038
Páll Geirdal yfirstýrimaður v/s ÞÓR, aðstoðarmaður General Shirreff og
Unnþór Torfason yfirvélstjóri v/s ÞÓR.

helguvik-043
Skipherrann kveður General Shirreff