Þyrla kölluð út vegna konu í barnsnauð

Mánudagur 14. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni í gegnum Neyðarlínuna frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna konu í barnsnauð. Vegna svartaþoku er ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Vestmannaeyjum, einungis er um 100 metra skyggni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 16:47 og lenti  í Vestmannaeyjum kl. 17:38. Farið var að nýju í loftið kl. 17:52 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 18:35 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti konuna á Landspítalann.