LHG undirritar samning við Viking Life Saving Equipment

Fimmtudagur 17. nóvember 2011

Í dag undirrituðu Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Einar G Haraldson framkvæmdastjóri VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT Iceland ehf. (Viking Björgunarbúnaður) samning um dreifingu á sjókortum og öðrum útgáfum sem gefnar eru út af Landhelgisgæslunni.

VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT Iceland ehf. (Viking Björgunarbúnaður) hefur annast sölu á sjókortum Landhelgisgæslunnar frá 1. september sjá frétt en auk þess að selja íslensk sjókort annast Viking einnig sölu á breskum sjókortum og ýmsum öðrum öryggisbúnaði til sjófarenda.

Nánari upplýsingar um Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar

IMG_4102
Einar G Haraldson framkvæmdastjóri VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT
Iceland ehf. og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar undirrita
samninginn

IMG_4105
Einar G Haraldson framkvæmdastjóri VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT
Iceland ehf. og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt
Hilmari Helgasyni framkvæmdastjóra sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar