TF-LIF kölluð út vegna alvarlegra veikinda
Sunnudagur 18. desember 2011
Landhelgisgæslunni barst kl. 04:16 aðfaranótt sunnudags beiðni frá lækni á Kirkjubæjarklaustri um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegra veikinda. Varðstjórar í stjórnstöð kölluðu út TF-LIF sem fór í loftið kl. 05:00 og var flogið til móts við sjúkrabifreið.
Lent var við Heimaland undir V - Eyjafjöllum kl. 05:38 þar sem sjúklingur var fluttur yfir í þyrluna. Var farið í loftið að nýju kl. 05:44 og flogið beint á Reykjavíkurflugvöll þar sem lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 06:17 en þar beið sjúkrabíll sem flutti sjúkling á bráðamóttöku Landspítalans.