Nýmyndun hafíss greindist með eftirlitsbúnaði TF-SIF

  • IR-20120111-153811-0000-007

Miðvikudagur 11. janúar 2011

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag eftirlitsflug um Austfjarðamið, Norður og Vestur með Norðurlandi, fyrir Vestfirði og suður að Reykjanesi. M.a. var mæld staðsetning hafíss á Vestfjarðamiðum og hófst ískönnun kl. 15:20 N- af Horni. Greindi eftirlitsbúnaður talsverða nýmyndun haffíss N- og NV- af Straumnesi. Næst landi var nýmyndunin um 11,5 sml. NNV- af Kögri. Ísinn var þunnur og virtist vera sem stöku jakar væru 10-15 sml. innan við meginröndina.

11012012_Hafis
IMG_2955
IMG_2959