TF-GNA kölluð út vegna vélsleðaslyss

  • GNA2

Sunnudagur 5. febrúar 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:06 beiðni frá Neyðarlínunni um þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálafell. TF-GNA var þá í eftirlitsflugi við suðurströndina og fór strax til aðstoðar. Komið var á staðinn kl. 14:30 og sigu sigmaður og læknir þyrlunnar niður þar sem ekki var hægt að lenda á staðnum. Sjúklingur var undirbúinn fyrir flutning og síðan hífður um borð í þyrluna. Haldið var beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 15:15.

Mynd Baldur Sveinsson.